Prentmet Oddi hefur fjárfest og tekið í notkun nýja stafræna prentvél af tegundinni Konica Minolta Accurio Press C14000e frá Kjaran ehf.

Sem getur meðal annars eftirfarandi:

– Prentar 140 blöð á mínútu

– Sjálfvirk litaleiðrétting

– Getur prentað á 50 – 450 gr. pappír

– Prentar á umslög

– Uppgefin fyrir 2,4 milljónir eintaka prentun á mánuði

– Tekur allt að 90 cm. breiða pappírsörk í skúffu

– Getur prentað beggja vegna á 250 gr. pappír í 90 x 32 cm. úr skúffu

Prentmet Oddi býður upp á allar tegundir prentunar sem fara á pappír þ.e. offsetprentun, stafrænaprentun og hæðarprentun.  Helsti kosturinn við stafræna prentun er hraðinn.  Með stafrænni tækni koma blöðin tilbúin til skurðar út úr vélinni og þurfa ekki að bíða eftir þurrki.  Þá er einnig hægt að prenta límmiða, bækur, bæklinga o.fl. Prentun beggja vegna á pappírinn í einu.

Davíð og Brynjar eru gríðarlega ánægðir með nýju vélina og eru sammála um að þetta sé besta og hraðvirkasta stafræna prentvélin sem þeir hafa unnið á til þessa.